Elkem Ísland ehf er hluti af Elkem AS. Fyrirtækið selur kísiljárn til stálvera, stáliðnaðar og í járnsteypur. Elkem á Íslandi hefur á undanförnum árum aukið vöruframboð sitt og býður nú sérhæfðari vöru til viðskiptavina.

Okkur hjá Elkem er annt um umhverfið og að takmarka neikvæð áhrif allrar framleiðslu. Því leitumst við eftir því að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á umhverfið.

Við leggjum mikla áherslu á að Elkem sé þekkt fyrir gott starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á starfsemi fyrirtækisins og þykir eftirsóknarvert að starfa hjá því.

15. apríl 2014

Umhverfisvöktun á Grundartanga árið 2013

Helstu niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árið 2013 eru að viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfum og reglugerðum eru uppfyllt í öllum tilvikum nema einu. Sólarhringsmeðalstyrkur brennisteinstvíoxíðs fór 9 sinnum yfir skilgreind loftgæðamarkmið, en leyfilegt er að fara yfir þau mörk sjö sinnum árlega.

Skýrsluna er að finna hér.

27. janúar 2014

Ertu að leita að sumarvinnu?

Elkem leitar að öflugu fólki í afleysingastörf í sumar. Flest störfin eru vaktavinnustörf við framleiðsluna.

Umsækjendur þurfa að vera a.m.k. 18 ára gamlir, hafa gott vald á tölvum, geta átt greið samskipti á íslenskri tungu og hafa bílpróf.

Sækja um starf.

 

UM ELKEM

Elkem á Íslandi framleiðir hágæða kísiljárn og leggur mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna.

ELKEM ÍSLAND

Verksmiðja Elkem á Íslandi var gangsett árið 1979. Það eru því meira en þrír áratugir frá því framleiðsla hófst í verksmiðjunni á Grundartanga.

UMHVERFIÐ

Við leitumst eftir að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á heilsu, öryggi og umhverfið.

VISSIRÐU ÞETTA?

Kísiljárn heitir ferrosilicon á ensku, skammstafað FeSi. Það er ensk skammstöfun fyrir frumefnin járn (e. ferro) og kísil (e. silicon).