Elkem Ísland ehf er hluti af Elkem AS. Fyrirtækið selur kísiljárn til stálvera, stáliðnaðar og í járnsteypur. Elkem á Íslandi hefur á undanförnum árum aukið vöruframboð sitt og býður nú sérhæfðari vöru til viðskiptavina.

Okkur hjá Elkem er annt um umhverfið og að takmarka neikvæð áhrif allrar framleiðslu. Því leitumst við eftir því að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á umhverfið.

Við leggjum mikla áherslu á að Elkem sé þekkt fyrir gott starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á starfsemi fyrirtækisins og þykir eftirsóknarvert að starfa hjá því.

27. apríl 2015

Umhverfi og iðnaður

Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga verður haldinn 30. apríl kl. 14.30.

22. janúar 2015

Þróunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands

Þann 22. janúar 2015 gekk Elkem Ísland frá samstarfssamningi við meistaranemendur við Háskóla Íslands um kostun á tveimur lokaverkefnum í meistaranámi í véla- og iðnaðarverkfræði.

Skilgreind hafa verið tvö verkefni sem tengjast framleiðslu Elkem Ísland á Grundartanga. Annars vegar er þróun og tilraunaframleiðsla á kolefniskögglum og hins vegar er hagkvæmniathugun á rekstri verksmiðju er framleiðir kolefnisköggla á Grundartanga. Í því verkefni felst meðal annars forhönnun á hugsanlegri verksmiðju ásamt áætlun um byggingar- og rekstrarkostnað. 

UM ELKEM

Elkem á Íslandi framleiðir hágæða kísiljárn og leggur mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna.

ELKEM ÍSLAND

Verksmiðja Elkem á Íslandi var gangsett árið 1979. Það eru því meira en þrír áratugir frá því framleiðsla hófst í verksmiðjunni á Grundartanga.

UMHVERFIÐ

Við leitumst eftir að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á heilsu, öryggi og umhverfið.

VISSIRÐU ÞETTA?

Kísiljárn heitir ferrosilicon á ensku, skammstafað FeSi. Það er ensk skammstöfun fyrir frumefnin járn (e. ferro) og kísil (e. silicon).